15.06.2010 - 20:31

Góđar viđtökur

Mynd: Sigurjón J. Sigurđsson
Mynd: Sigurjón J. Sigurđsson
« 1 af 2 »
þrátt fyrir að HM sé nú í hámarki og ekkert fótboltasjónvarp í Melrakkasetrinu þá hafa viðtökur gesta okkar verið alveg frábærar.

Við erum þakklát fyrir það hversu mikil ánægja ríkir með framtakið okkar, bæði húsið og sýninguna - ekki spillir hvað starfsfólkið okkar er frábært og hjálpsamir nágrannar hafa hlaupið í skarðið þegar þurfa þykir.

Leiksýningin okkar verður frumsýnd á morgun kl. 20 og verður svo á fjölunum á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20 í sumar.
Það hefur verið beðið um sérstaka aukasýningu á miðvikudaginn 23. júní og eru örfá sæti laus á hana líka.
Dagsetningar á sýningum er hægt að sjá hér á síðunni til vinstri. Tekið er við pöntunum hjá Melrakkasetrinu í síma 456 4922 - miðaverð er kl. 1500

Melrakkasýningin nýtur vinsælda og þó hún loki formlega kl. 18 þá er alltaf opnað inn fyrir forvitna gesti - það verður enginn svikinn af því að heimsækja Melrakkasetrið í sumar - hvort þá heldur til að skoða sýninguna, koma leikritið eða fá sér kaffi eða léttan drykk - eða bara allt saman í einni ferð.

Verið velkomin og kærar þakkir fyrir frábærar viðtökur - það er alltaf opið hjá okkur, alla daga í sumar frá kl. 10 til 22
Vefumsjón