04.07.2008 - 09:03

Góđar kveđjur og myndir

Melrakkasetrinu hafa borist góðar kveðjur frá ýmsu fólki sem hefur skoðað síðuna. Við þökkum góð viðbrögð.

Einnig hafa sumir sent myndir og verður reynt að setja þær inn jafnóðum og þær berast. Mælt er með því að myndirnar séu merktar með nafni myndatökumanns þannig að ekki verði ruglingur. Ómerktu myndirnar sem koma fram á myndasíðunum eru í eigu Melrakkaseturs Íslands og þess sem er skráður fyrir hverju albúmi. Þær má nota ef nafn höfundar kemur fram.

Nýjustu myndirnar eru frá Michel Delay en hann tók þær á Hornströndum í lok júní.

Endilega sendið myndir ef þið eigið, einnig er óskað eftir gömlum myndum af refum og yrðlingum sem aldir voru upp á heimilum en það var algengt á fyrrihluta síðustu aldar. Hægt er að senda bréf og myndir til Melrakkaseturs Íslands, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða í tölvupósti á melrakki@melrakki.is


Vefumsjón