21.10.2012 - 22:52

Góđar gjafir í minningu meistara

Margrét Ásgeirsdóttir afhendir styrk í minningarsjóđinn
Margrét Ásgeirsdóttir afhendir styrk í minningarsjóđinn
« 1 af 2 »
Laugardaginn 13. október síðastliðinn var liðið eitt ár frá sviplegu andláti Páls Hersteinssonar, hugmyndasmið og verndara Melrakkasetursins. Páll var virtur og afkastamikill fræðimaður, bæði á íslenskri og erlendri grund. Rannsóknir hans á tófunni, sem hófust  á 8. áratug sl. aldar, stóðu yfir í rúm 32 ár og hafa leitt í ljós mikilvægar upplýsingar um líffræði og stofnvistfræði tegundarinnar á Íslandi og erlendis. Melrakkasetrið hefur nú tekið við þeim rannsóknum og við gerum okkar besta til að halda áfram því góða starfi sem Páll hóf á sínum tíma.

Eins og sagt var frá hér á síðunni, fyrir ári síðan, efndu samstarfsaðilar og vinir Páls í norður Noregi til samskots og sendu Melrakkasetrinu fé til minningar um Pál. Fjárhæðin var færð inn á sérstakan reikning sem stofnaður var og hýsir nú sjóð í nafni Páls, sem opin er fyrir framlögum. Markmið sjóðsins er að styðja við íslenskar rannsóknir á tófunni og efla alþjóðlegt samstarf á þeim vettvangi.

Minningarsjóði Páls Hersteinssonar bárust myndarlegar gjafir á dánardægri Páls heitins, þann 13. október síðastliðinn:
Móðir Páls, Margrét Ásgeirsdóttir, afhenti Melrakkasetrinu myndarlegan fjárstyrk í Minningarsjóðinn. Jafnframt afhenti eftirlifandi eignkona Páls, Ástríður Pálsdóttir, glæsilegt sjónvarp sem kemur að góðum notum á sýningu Melrakkasetursins.

Við erum afar þakklát fyrir þessar góðu gjafir og munum kappkosta við að nýta þær á þann hátt sem við teljum að Páll heitinn hefði óskað. Þeim sem vilja styrkja starfsemi Melrakkasetursins og áframhaldandi rannsóknir á íslenska melrakkanum, er frjálst að leggja fé í sjóðinn. Við erum þakklát fyrir hvert lítið framlag enda er það hugurinn sem skiptir máli.
Nánari upplýsingar um styrktarsjóði Melrakkasetursins er að finna hér á síðunni.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn.

f.h. Melrakkaseturs Íslands
Ester Rut Unnsteinsdóttir


MINNINGASJÓÐUR PÁLS HERSTEINSSONAR:

Reikningsnr:  0154-15-200526
Kennitala :  660907-1060
Vefumsjón