07.04.2012 - 15:33

Gleđilegt sumar í Melrakkasetri

Geispandi tófa í Rekavík bak Höfn. Mynd: Ţórir Sigurhansson
Geispandi tófa í Rekavík bak Höfn. Mynd: Ţórir Sigurhansson
Sumardagskrá Melrakkasetursins hefst með tónleikum Skúla mennska föstudaginn 11. maí.
Skúli er aldeilis frábær tónlistarmaður með sterka rödd og semur skemmtilega kaldhæðnislega texta. Við erum mjög ánægð með að hefja tónlistarsumarið með þessum geðþekka pilti sem sjálfur Sómi Súðavíkur, Mugison, segist líta mjög upp til.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa eitthvað frameftir kvöldi ...

Athugið að enn er hægt að tryggja sér sæti á menningarloftið (sjá hér) en aðeins örfáir stólar eru eftir!
Stólarnir eru komnir í hús en smá seinkun var á útsendingu gjafabréfa til þeirra sem þegar hafa tryggt sér sæti. Stólarnir verða merktir „eigendum" sínum sem þannig eiga tryggt sæti í næstu heimsókn.

Á afmæli Melrakkasetursins þann 12. júní verður frumsýning á brúðuleiksýningunni "Mikki og melrakkarnir" og einnig verður hulunni svipt af snoðdýrinu ægilega. Björninn frá Hornvík er væntanlegur í hús og talsvert verður um viðburði á loftinu. Fylgist með á síðunni.


Melrakkasetrið var opið alla páskana, frá skírdag til annars í páskum. Á páskadag fór fram páskaeggjaleit fyrir börn (12 ára og yngri), leitin fór fram á lóðinni umhverfis Melrakkasetrið. Börnin létu ekki kuldann aftra sér og gáfu ekkert eftir í leitinni, hægt er að sjá myndir á fésbókarsíðu Melrakkasetursins.

Menn voru að fá sér kaffi í bílinn - eða bara sitja inni, kíkja á netið og athuga með dagskrána á aldrei fór ég suður.
Heita súkkulaðið rann út enda súkkulaði gott á páskum.

Opið er samkvæmt samkomulagi fram til fyrsta júní - endilega hringið og látið vita af ferðum ykkar, síminn er 456 4922

Gleðilegt sumar 
-        melrakkarnir   
Vefumsjón