28.12.2010 - 10:03

Gleđilegt nýtt ár

Seinni úthlutun styrkja Menningarráđs Vestfjarđa í Melrakkasetrinu ţann 11. desember 2010
Seinni úthlutun styrkja Menningarráđs Vestfjarđa í Melrakkasetrinu ţann 11. desember 2010
Árið 2010 hefur verið afar viðburðarríkt hjá okkur í Melrakkasetrinu. Þar bar hæst opnunin þann 12. júní sem markaði tímamót enda hafði verið stefnt að þessu takmarki frá stofnun félagsins í september 2007.

Við höfum tekið saman stuttan annál til að fara yfir það helsta og vonandi hafið þið gaman af. Annállinn er hér í formi pdf og hér í formi ppsx en hin seinni rennur sjálfkrafa eftir að hann hefur verið opnaður.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna, samvinnuna, hjálpina og góðvildina á árinu sem er að líða, það er ekki amalegt að eiga svona stóran hóp stuðningsmanna og áhugafólks um áframhaldandi uppbyggingu þessa litla verkefnis sem er að vaxa og dafna í því aldna og sögufræga húsi, Eyrardalsbænum. Okkur þykir vænt um að enn fjölgar í hluthafahópnum, við þökkum frábærar undirtektir í hlutafjáraukningunni og óskum þeim, sem fengu hlutabréf í Melrakkasetrinu í jólagjöf, sérstaklega til hamingju. Enn eru til nokkur bréf og við hvetjum alla til að fjárfesta í einu slíku - hver veit nema þau öðlist söfnunargildi einhvern daginn...

Vefumsjón