27.04.2009 - 13:37

Gamlir refir heimsóttir

Valdi fékk ađ sjálfsögđu melrakkabol í sumargjöf frá Melrakkasetrinu
Valdi fékk ađ sjálfsögđu melrakkabol í sumargjöf frá Melrakkasetrinu
Fulltrúar melrakkasetursins fóru í heimsókn til Valdimars Gíslasonar á Mýrum í Dýrafirði á sumardaginn fyrsta.
Valdimar er að vinna sögutengt verkefni fyrir Melrakkasetrið og safnar hann frásögnum og ýmsum gripum fyrir sýninguna sem opnuð verður í Eyrardalsbænum. Áherslan er lögð á sögu gömlu refaveiðimannanna og voru þó nokkrir sögufrægir búsettir á norðanverðum Vestfjörðum, t.d. Guðmundur Einarsson og tengdasonur hans, Jón Oddson.

Sjálfur hefur Valdimar átt nokkuð við tófuveiðar enda æðabóndi og eyðir hann 50 nóttum á vakt við varpið á hverju ári. Þetta hefur hann gert sl. 50 ár og hefur því tófan átt hug hans allan í ca 5 ár af ævi hans. Á vökunóttum þessum eru samdar vísur og á hann fjöldann allan af vísum um tófurnar sem voru í sigtinu hverju sinni, veðrið og annað markvert.
Einnig hefur Valdimar haldið skrár um nafnkunnar tófur sem hlutu frægð vegna þess hve illa gekk að ná þeim. Munu þessar frásagnir af dýrunum birtast hér á vefnum ásamt öðru efni sem Valdimar er að skrá og safna.

Það verður fengur af því sem Valdimar leggur fram til setursins enda fróður og minnugur maður með mikla reynslu að baki.
 
Vefumsjón