13.03.2008 - 22:01

Gamlir refir

Samið hefur verið við Valdimar Gíslason, Mýrum við Dýrafjörð, um öflun gagna um aðbúnað, aðferðir, tæki og tól til refaveiða fyrr á tímum. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

Valdimar er sjálfur "gamall refur" og þekkir til nokkurra aldinna grenjaskyttna af Vestfjörðum. Hann mun spjalla við þessa félaga sína og safna sögum og öðru efni sem verður okkur melrökkunum dýrmætt til að gera skil þessari ævafornu atvinnugrein íslendinga - refaveiðum og grenjavinnslu.

Verður spennandi að setja efni á vefinn frá Valdimari - sögur og myndir er eitt af því skemmtilegra sem við fáum að vinna við hjá Melrakkasetrinu

 

Vefumsjón