19.10.2009 - 10:53

Gamlir munir

Gestabókin frá Betu
Gestabókin frá Betu
« 1 af 3 »

Melrakkasetrinu hafa borist nokkrir munir til að nota á sýningunni sem verið er að setja upp í Eyrardalsbænum. Meðal annars refatöng frá Ólafi Erni Ólafssyni á Ísafirði en töngin kemur úr dánarbúi föður hans. Kristján Kristjánsson, Hvítanesi sendi okkur m.a. þurrkgrind fyrir melrakkabelgi (þurrkað refaskinn) eins og afi hans, Finnbogi Pétursson frá Litlabæ notaði. Einnig hefur okkur borist forláta gestabók frá leðursmiðnum Guðrúnu Elísabetu Jónsdóttur (Betu).

Við erum afar þakklát fyrir þessa muni og fleiri sem okkur hefur verið lofað, til varðveislu eða að láni fyrir sýninguna okkar um refaveiðar og refaveiðimenn, sem við erum að undirbúa og setja upp í gamla Eyrardalsbænum.

Vefumsjón