23.09.2010 - 13:04

Gaggađ í septemberlok

Frosti ćtlar ađ gagga í grjótinu líka. Mynd: Rudi Debruyne
Frosti ćtlar ađ gagga í grjótinu líka. Mynd: Rudi Debruyne
Kómedíuleikhúsið sýnir hið gaggandi vinsæla leikverk Gaggað í grjótinu í Melrakkasetrinu næsta sunnudag, 26. september kl. 17. Miðaverð aðeins 1.500.-kr

Í Gaggað í grjótinu fáum við einstakt tækifæri til að bregða okkur á greni með ónefndri refaskyttu sem kallar ekki allt ömmu sína. Saga skyttunnar er nefnilega ekki síður merkileg en skolla sjálfs. Meðan skyttan liggur og vaktar grenið styttir hann sér stundir og segir sögur af sjálfum sér og öðrum refaskyttum. Ævintýrin sem skyttunar hafa lent í í viðureigninni við melrakkann eru kannski lygilegar eða hvað?

 

Leikari er Elfar Logi Hannesson, Marsbil G. Kristjánsdóttir hannar leikmynd og búninga, höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhannesdóttir en það er Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sem setur leikinn á svið í samstarfi við Melrakkasetur Íslands.

 

Melrakkasýningin er opin, leikhústilboð: melrakkasýning og leikrit = 2000kr

Heitt á könnunni, rebbakaka og nýjar vöfflur !!


Vefumsjón