19.07.2010 - 11:03

Gaggađ í grjótinu - aukasýning !

"grenjaskyttan" - Mynd: Ágúst Atlason
Vegna mikils áhuga verður hinn frábæri einleikur "Gaggað í grjótinu" á sérstakri aukasýningu næstkomandi fimmtudag kl. 20.

Leikurinn er sérstaklega saminn fyrir Melrakkasetrið og þar er sögð saga refsins sem hefur búið hér lengur en elstu menn muna.


Í Gaggað í grjótinu fáum við einstakt tækifæri til að bregða okkur á greni með ónefndri refaskyttu sem kallar ekki allt ömmu sína. Saga skyttunnar er nefnilega ekki síður merkileg en skolla sjálfs. Meðan skyttan liggur og vaktar grenið styttir hann sér stundir og segir sögur af sjálfum sér og öðrum refaskyttum. Ævintýrin sem skyttunar hafa lent í í viðureigninni við melrakkann eru kannski lygilegar eða hvað...


Leikari er Elfar Logi Hannesson, Marsbil G. Kristjánsdóttir hannar leikmynd og búninga, höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhannesdóttir en það er Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sem setur leikinn á svið í samstarfi við Melrakkasetur Íslands.


Aðgöngumiði aðeins 1500 kr. en samkvæmt venju er fimmtudagstilboð á Melrakkasýningu og leikrit, saman á 2000 kr.

- velkomin í Melrakkasetrið 

Vefumsjón