17.03.2011 - 11:22

Fyrstu sjálfbođaliđarnir

Lexie og Conor
Lexie og Conor
Fyrstu sjálfboðaliðar þessa árs eru mætt til starfa. Þetta eru þau Conor Handley og Alexia Siebuhr frá Californíu. Þau komu vestur um helgina og hafa nú þegar fengið að kynnast alíslenskum vetrarstormi. Borea Adventures sáu þeim fyrir afþreyingu og fóru þau m.a. í Simbahöllina á Þingeyri og á hestbak í Dýrafirði. Nú eru þau búin að koma sér fyrir í Heydal eins og veiðimenn í skothúsi að bíða eftir að rebbi láti sjá sig. Við bindum miklar vonir við að þau sjái félaga okkar Frosta og Funa en hvaða myndarleg tófa myndi duga enda er stutt í fyrstu ljósmyndarana sem ætla að freista þess að ná góðum vetrarmyndum af tófu.

Óskum við þeim Conor og Lexie hins besta og vonum að allt fari á besta veg.

Meira um sjálfboðaliðastörf 2011 á þessari síðu
Vefumsjón