28.11.2010 - 19:33

Fyrsti í aðventu

Eyrardalurinn í jólabúningi
Eyrardalurinn í jólabúningi
« 1 af 5 »
Nú er aðventan gengin í garð og við höfum haldið fyrsta sunnudag í aðventu hátíðlegan í Eyrardalsbænum, í fyrsta skipti í meira en þrjátíu ár.

Hjá okkur ríkti notaleg stemning við jólalög og jólaljós - á borðum voru súkkulaðikaka rebbans, brownies, eplakaka, döðlubrauð, muffins og rice crispies kökur. Með þessu var drukkið jólaöl (egils malt og appelsín), rjúkandi kaffi og heitt súkkulaði með rjóma - gos og Íslands langbesta vatn.
Á loftinu var markaður og margt fallegt í boði, til dæmis handverk frá handverkshópnum Kríunni í Súðavík, einnig kom Maja með listmuni sína, Salbjörg Þorbergsdóttir með fallega smáhlutatréð sitt og fleira handverk.

Óvæntir gestir komu í heimsókn, þeir Elfar Logi og Eyvindur og lásu þeir úr bókum frá Vestfirska Forlaginu, meðal annars nýjasta bindi úr bókaröðinni Frá Bjargtöngum að Djúpi en þar er m.a. sagt frá Eyrardalsbænum og ævintýrum Hrefnu Láka en hann fæddist einmitt í Eyrardal.
Næstu sunnudaga verður einnig opið í Melrakkasetrinu og við hvetjum fólk til að koma og njóta andrúmsloftsins í þessu gamla og fallega húsi.

Verið velkomin og njótum aðventunnar saman í Eyrardal.

 

 

Vefumsjón