17.04.2009 - 14:34

Fyrsti hópurinn í heimsókn

Ţorleifur kennari međ nemendahópinn sinn
Ţorleifur kennari međ nemendahópinn sinn
Í gær, 16. apríl komu nemendur úr náttúrufræði við Menntaskóla Ísafjarðar ásamt kennara sínum í heimsókn á Melrakkasetrið til að kynna sér starfsemina sem þar verður, refarannsóknir og fleira skemmtilegt.
Þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki tilbúið til heimsókna, létu þau sér hvergi bregða og hlýddu á forstöðumanninn tala út í eitt um setrið og tófuna og jafnvel hagamýs sem undirrituð hefur líka stundað rannsóknir á suður á Kjalarnesi.
Við vonum að hópurinn hafi orðið einhvers vísari og hver veit nema þarna sé að finna framtíðar starfsfólk og sérfræðinga Melrakkasetursins?
Vefumsjón