08.04.2009 - 11:19

Fyrsta varan tilbúin: stuttermabolir

« 1 af 2 »
Höfum sett í framleiðslu fyrstu vörulínu Melrakkasetursins, þetta eru stuttermabolir með merkinu "Melrakki framundan" en þarna er um að ræða tilvísun í viðvörunarskilti sem eru víða í notkun og vara við villtum dýrum á akvegum.
Merkið er hannað af Melrakkasetrinu og verður einnig hægt að fá límmiða á bíla o.fl. með þessu merki.

Bolirnir koma í svörtu eingöngu, bæði í barna og fullorðinsstærðum, kven- og karlasniði - verða til sölu á "Aldrei fór ég suður" - hægt að panta í tölvupósti hér á síðunni - og svo koma þeir í vefverslun fljótlega.
 
Vefumsjón