19.01.2010 - 18:01

Fyrst á Íslandi

Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures á Ísafirði og Melrakkasetrið í Súðavík hafa fyrst fyrirtækja á Íslandi gerst meðlimir í umhverfisverndarsamtökum 1% for the Planet.

Þau samtök voru stofnuð 2001 af tveimur bandaríkjamönnum og eru samstarfsvettvangur fyrirtækja sem lofa að ánafna minnst einu prósenti af ársveltu til raunverulegra umhverfisverkefna.

Frá því félagsskapurinn var stofnaður hafa 42 milljónir bandaríkjadala runnið til umhverfismála en yfir 3 þúsund fyrirtæki og samtök eru í þessum félagsskap.

Borea Adventures, sem býður uppá ævintýrasiglingar um norðurhöf á 60 feta seglskútu fyrirtækisins og svo Melrakkasetur, sem er fræðasetur helgað refnum, hafa ákveðið aukið samstaf.

Til að mynda verður í sumar, boðið uppá, í fyrsta sinn sérstaka refaskoðunar- og rannsóknarferð um Jökulfirði og Hornstrandir.

heimasíða 1% for the planet

Vefumsjón