26.06.2012 - 16:15

Frumsýning Mikka og melrakkanna og viđburđir í setrinu

Mynd frá ćfingu Mikka og melrakkanna
Mynd frá ćfingu Mikka og melrakkanna
« 1 af 2 »
Þá er frumsýningu á Mikka og melrökkunum lokið og gekk það stórkostlega vel. Þær Alda Marín Ómarsdóttir og Mekkín Silfá Karlsdóttir slógu alveg hreint í gegn í hlutverkum sínum og var þeim leikstýrt stórvel af Elfari Loga Hannessyni. Handrit, leikmynd og brúður eru eftir Ástu Þórisdóttur og Lilju á Drangsnesi. Fjöldi fólks mætti á frumsýninguna og ríkti mikil ánægja. Við í Melrakkasetrinu erum í skýjunum með þetta og hlökkum til að sýna þetta áfram í sumar.
Við minnum á að sýningar á Mikka og melrökkunum halda áfram alla laugardaga í setrinu kl.16.00 í sumar. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara og hringið í síma 456-4922 og tryggið ykkur miða sem fyrst.

-

Fleira verður á dagskrá á næstunni í setrinu og hér eru nokkrir af þeim viðburðum sem við munum bjóða upp á:
(að sjálfsögðu er alltaf opið alla daga frá 10-22)

Föstudagurinn 29.júní:

Harmonikkusnillingarnir Baldur, Villi Valli og Magnús Reynir munu koma og spila fyrir okkur frábæra tónlist. Fjörið hefst kl.21:00 og verður opið fram eftir kvöldi.

Laugardagurinn 30.júní:
Mikki og melrakkarnir kl. 16.00
1.500,- kr. miðinn, 50% systkinaafsláttur - pantið í síma 456 4922 eða mætið tímanlega og kaupið miða.

Sunnudagurinn 1. júlí: 
Handverk og listasýning á loftinu frá 13 .- 17 - sunnudagskaffi í Rebbakaffi


Föstudagurinn 13.júlí:
Michelle Nielsen mun koma og halda tónleika fyrir fólkið og flytja okkur sína ljúfu tóna. Mun hún byrja kvöldið kl.20:30 og það er um að gera að mæta tímanlega til að fá gott sæti og njóta kvöldsins.

Föstudagurinn 20.júlí:
Eggert Nielsen mun koma of flytja fyrir okkur Neil Young tribute og er það eitthvað sem enginn ætti að missa af. Tónleikarnir byrja kl.20:30 og verður opið langt fram eftir kvöldi.
-

Við bætum regluleg við viðburðadagskrána okkar svo endilega fylgist vel með.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, melrakkarnir :)
Vefumsjón