26.05.2010 - 11:10

Frumsýning 16. júní kl. 20

Melrakki. Mynd Tobias Mennle
Melrakki. Mynd Tobias Mennle
Nýtt íslenskt leikrit, Melrakkinn, verður frumsýnt í Melrakkasetrinu í Súðavík þann 16. júní kl. 20.00.

Höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhannessdóttir en leikari er Kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson. Leikritið er sérstaklega samið fyrir Melrakkasetrið.

Leikritið Melrakki verður sýnt á leikhúsloftinu í Melrakkasetri á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20.00. og á sérstökum sýningum fyrir hópa sem vilja sjá leikritið á öðrum tímum. Fyrsta sýningin verður á jónsmessu, þann 24. júní kl. 20.00.
Hægt er að sjá dagsetningar á viðburðadagatali okkar hér til hliðar. Aðgangseyrir aðeins 1500 kr.

Í leiksýningunni Melrakki verður fetað í spor melrakkans sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Skyttur koma einnig við sögu því saga þeirra er ekki síður merkileg. Það er Menningarráð Vestfjarða sem styrkir sýninguna.
nánar á: www.komedia.is
Vefumsjón