16.03.2010 - 10:31

Frímerkjasýning á Rebbakaffi

Sýninshorn af safni Helga
Sýninshorn af safni Helga
Melrakkasetrið verður opnað gestum á hádegi, laugardaginn 12. júní næstkomandi. Jafnframt verður Rebbakaffi, notalegt lítið kaffihús, opnað en gert verður ráð fyrir að hægt verði að sitja með bollann sinn, inni eða úti, og skipuleggja ferðalagið eða bara njóta útsýnis og náttúrufegurðar Álftafjarðar.


Á Rebbakaffi verður sýning Helga Gunnarssonar frá Hafnarfirði en hann hefur safnað frímerkjum, póstkortum og fleiru, með merkjum og myndum af melrökkum, frá ýmsum heimshornum. Það er fengur fyrir okkur að fá að sýna þetta merka safn sem Helgi hefur sett saman á skemmtilegan hátt í máli og myndum.

Vefumsjón