22.06.2009 - 16:12

Frttir r Hornvk

Ng a skoa  leiinni - Hlavkurbjarg lgai af fugli
Ng a skoa leiinni - Hlavkurbjarg lgai af fugli
« 1 af 5 »
Nú er lokið fyrstu rannsóknarvikunni okkar í Hornvík þetta árið en í fyrra hófum við að meta viðbrögð refa við aukinni umferð ferðamanna um óðul þeirra og í nágrenni við greni.
Tanja Geis, nemandi við Háskólasetur Vestfjarða, fylgdist með ferðamönnum og refum í 8 klst á dag í 5 daga frá 12. - 18. júní.
Einnig voru með í för þeir Tobias Mennle og Frank Drygala en þeir hafa áður komið og kvikmyndað refi með okkur, nú eru þeir í Hornvík að mynda fjölskyldulíf refanna okkar en myndin þeirra mun fjalla um heilt ár í lífi refafjölskyldu á Íslandi.
Ester fór með fólkinu og fór á öll þekkt greni til að kanna hlutfall í ábúð og safna gögnum fyrir Melrakkasetrið og Náttúrustofu Vestfjarða.
Fólkið á Horni hefur verið duglegt að færa refunum mat og spekja þá svo óhætt er að segja að það sé líf og fjör meðal ferfætlinganna á svæðinu.
Vefumsjn