22.01.2009 - 16:31

Fréttir frá Noregi

Frá eftirlitsmyndavél verkefnisins Fjellrev i Finnmark
Frá eftirlitsmyndavél verkefnisins Fjellrev i Finnmark
Í Noregi er tófustofninn lítill og nýtur strangrar verndunar og stór rannsóknarverkefni hafa staðið yfir í langan tíma. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Noregs (NINA - Norsk Institutt for naturforskning) eru reglulega birtar fréttir af ástandi stofnsins og árangri rannsókna ásamt fleiru. Þar kemur m.a. fram að skráðir hafi verið 13 yrðlingar á nokkrum landsvæðum í Noregi árið 2008 og að í norðurhluta Noregs (Nordland) hafi ástandið verið mjög bagalegt. Margir dauðir yrðlingar fundust við grenin og aðrir í slæmu líkamlegu ástandi. Líklegt er talið að aðeins örfáir yrðlingar hafi lifað fram á haustið.

Yrðlingadauðinn er settur í samhengi við hrun í smánagdýrastofnum (læmingjar eru helsta fæða refa á þessum slóðum). DNA-greiningar (á saur líklega) staðfesta að stofninn telji að minnsta kosti 54 fullorðna einstaklinga. Svo virðist sem virkum grenjum sé að fjölga í Finnmörku og á Varangerskaga er það talið tengjast tilraun með að fjarlægja rauðrefi af svæðinu til að gera heimskautatófum kleift að fjölga þar.

Fleiri upplýsingar er að finna á vefnum http://www.fjellrev.no/

 

Vefumsjón