25.06.2013 - 17:09

Fréttir af starfsemi Melrakkasetursins

Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá starfsfólki Melrakkasetursins. Í Melrakkasetrinu sjálfu hefur verið tekið á móti gestum frá þremur skemmtiferðaskipum. Þriðjudaginn 18. júní komu tæplega 200 gestir, fimmtudaginn 20. júní komu um 130 gestir og í gær, mánudaginn 24. júní komu tæplega 90 gestir. Fengu þeir leiðsögn um Melrakkasýninguna og þáðu svo vöfflur og kaffi á eftir. Ekki var annað að heyra en skipafarþegarnir væru ánægðir með heimsóknina. Var þetta prófraun á starfsfólk Melrakkasetursins að taka á móti þetta stórum hópum á parti úr degi. Á ýmsu gekk í upphafi en nú er búið að sníða flesta agnúa af og starfsfólkið tilbúið í átök sumarsins og taka á móti bæði einstaklingum og smærri og stærri hópum.


Ester var alla síðustu viku á Hornströndum við refarannsóknir ásamt fjórum sjálfboðaliðum. Lengst af dvöldu þau í Hornvík þar sem verið er að rannsaka hvort og þá hvaða áhrif ferðamenn hafa á atferli refsins. Einnig var vitjað um þekkt greni í Hornvík og nálægum víkum. Rannsóknarferðin gekk vel enda veður og allar aðstæður hagstæðar.

Aðalfund Melrakkasetursins verður haldinn á morgun fimmtudag, 26. júní, í Melrakkasetrinu í Eyrardal og hefst hann kl. 17:00.

Vefumsjón