19.04.2010 - 13:44

FrŠ­sla Ý grunnskˇla

Mřs og Melrakkar
Mřs og Melrakkar
« 1 af 3 »
Þessa dagana sinnir Melrakkasetrið sínu nærsamfélagi og býður nemendum í Grunnskóla Súðavíkur upp á fræðslu um melrakka, mýs og fleiri spendýr í íslenskri náttúru. Grunnskóladeildin er einsetinn skóli fyrir 0. - 10. bekk. Nemendum er kennt í þremur námshópum: unglingastigi, miðstigi og yngsta stigi. Fimm ára nemendum er kennt með yngsta stigi í allt að 13 stundir á viku.
Forstöðumaður Melrakkasetursins kemur tvisvar í hvern námshóp í eina til tvær kennslustundir í senn, styst hjá yngsta hópnum og lengst hjá þeim elstu. Börnin læra um spendýr á Íslandi með sérstakri áherslu á hagamýs og melrakka.
Má segja að börnin séu mjög áhugasöm og mörg hver ansi vel að sér um spendýrin okkar. Þau stóðu sig afar vel í fyrstu lotunni og má búast við að þau munu verða orðin ansi fær þegar kemur að þeirri seinni í vikulokin. Melrakkasetrið er nokkuð ánægt og býst við að fá ansi margar tillögur frá þessum flinku krökkum við framsetninu efnis á sýninguna sem verður opnuð í Eyrardal í júní.
Vefumsjˇn