13.05.2009 - 17:08

Frábćrar undirtektir !

Melrakkasetrið þakkar frábærar undirtektir og þátttöku í samkeppni um gjafavörur !


Við erum alveg gapandi hissa á því hvað fólk er skapandi og frumlegt og hvað hægt er að búa til fallega muni tengda melrakkanum..


Allar innsendar tillögur verða skoðaðar með opnum huga og mun dómnefnd velja þær tillögur sem verða settar á vörulista í vefverslun. Samið verður um framleiðslu og sölufyrirkomulag við viðkomandi höfunda.


Þar sem um afar fallega muni er að ræða og ekki hægt að setja upp verslun í Eyrardalsbænum strax væri gaman að setja upp sýningu á hugmyndunum á ýmsum framleiðslustigum ef höfundar leyfa ..?

við hvetjum til áframhaldandi sköpunar og framleiðslu á handverki og nytjahlutum því það er aldrei til nóg af fallegum og hagnýtum munum ..
 

Vefumsjón