15.06.2011 - 15:33

Frbr afmlisdagur

Laugi kom og setti upp fnabandi til a hgt vri a flagga
Laugi kom og setti upp fnabandi til a hgt vri a flagga
« 1 af 3 »
Tæplega tvö hundruð manns komu í heimsókn í Melrakkasetrið á eins árs afmælinu okkar. Við buðum upp á afmælistertu frá Gamla bakaríinu, vöfflur og fleira góðgæti,  kaffi, te og Mix frá Ölgerðinni.

Einnig voru frumsýndar heimildarmyndir Tobiasar Mennle og Marie Helene Baconnet sem voru að hluta til teknar í Hornstrandafriðlandi með okkar aðstoð.  Var folk almennt ánægt með myndirnar og fengum við nokkrar fyrirspurnir um hvort hægt sé að fá þær keyptar. Við ætlum að athuga það en myndirnar verða sýndar daglega á setrinu í sumar.
Michelle og Eggert Nielson tóku lagið um fimm leytið og tóku gestir hraustlega undir, gaman að því.

Starfsfólkið okkar stóð sig með prýði á þessum annasama degi  og sjálfboðaliðarnir létu ekki sitt eftir liggja og stóðu menn í vöfflubakstri og uppvaski frameftir kvöldi.

Við þökkum þeim sem komu í heimsókn eða sendu kveðjur - það er notalegt að finna slíkan hlýhug svona þegar sumarið er að fara í gang.  Við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur, verið velkomin.

Vefumsjn