05.11.2013 - 13:41

Frá 1. nóvember til 30. apríl verđur Melrakkasetriđ í Súđavík opiđ daglega frá 13:00 til 17:00 nema lokađ er á laugardögum.

Úr sýningarsal Melrakkasetursins
Úr sýningarsal Melrakkasetursins


Frá 1. nóvember til 30. apríl verður Melrakkasetrið í Súðavík opið daglega frá 13:00 til 17:00 nema laugardaga en þá er lokað.

Ef óskað er eftir þjónustu Melrakkasetursins utan auglýsts opnunartíma er það auðsótt mál. Hafið samband við okkur með
tölvupósti á melrakki@melrakki.is eða í síma 456 4922 eða 899 2771 (Jónas).

Eins og áður bjóðum við upp á rjúkandi kaffi, ilmandi te og heitt kakó ásamt nýbökuðum vöfflum með kaffinu á opnunartíma. Á sunnudögum er líka gjarna girnileg kaka á boðstólnum.

Minnum á að í Melrakkasetrinu er fyrirtaks fundaraðstaða fyrir smærri fundi og margskonar veitingar eru í boði fyrir hópa, en nauðsynlegt er að hafa samband með fyrirvara.

Starfsmenn Melrakkasetursins í vetur eru Jónas Gunnlaugsson, Stephen Midgley (Midge) í hlutastarfi og Ester Rut Unnsteinsdóttir í hlutastarfi.

Vefumsjón