14.02.2009 - 18:13

Fleiri tófur í frystinn

Mynd Jóhann Óli Hilmarsson
Mynd Jóhann Óli Hilmarsson
Enn hafa borist gjafatófur til Melrakkasetursins enda vantar góð eintök bæði til uppstoppunar og til að nota feldinn til sútunar því okkur langar að eignast alvöru melrakkabelgi eða það voru skinnin af tófunum kölluð þegar búið var að flá og verka skinnin.
Það var hann Jóhann á Hanhóli í Bolungarvík sem skaut dýrið en að sjálfsögðu fylgir líka sagan af viðureigninni með dýrinu. Sá ferfætti hafði semsé ekki gert Jóhanni það að koma umbeðinn og á fyrirfram ákveðnum tíma að ætinu sem borið hafði verið út. Lágfóta lét semsé hafa dálítið meira en lítið fyrir sér þó hann Jóhann hafi nú haft betur að lokum.
Hræið er hið heillegasta og verður geymt í frysti hjá Guðmundi Jakobssyni í Bolungarvík, þar til hægt verður að stoppa dýrið upp.
Vefumsjón