12.08.2008 - 10:31

Fleiri myndir

Melrakkasetrinu hafa borist fleiri fallegar refamyndir frá Michel Detay frá Frakklandi en hann hefur verið á ferð um Ísland í sumar ásamt konu sinni Ann Marie. Þau eru að skrifa bók um undur náttúru Íslands og hafa farið víðar en margur íslendingurinn á sínum fjallabíl. Myndirnar hans Michel eru flestar teknar á Hornströndum en hann náði einnig að mynda tófu á Snæfellsnesi.

Ágúst Atlason, ljósmyndari á Ísafirði, sendi einnig mynd af yrðlingi af hvítu litar-afbrigði sem hann sá í garði á Drangsnesi í vor. Þar eru víst yrðlingar á vappi sem leika við börnin á svæðinu og njóta mikilla vinsælda.

Við erum þakklát þeim Ágústi og Michel fyrir myndirnar en minnum á að ef ætlunin er að fá myndirnar að láni þarf að geta höfundar og hvaðan myndirnar eru teknar.

Vefumsjón