02.08.2012 - 17:37

Fjölskylduvæn stemning um verslunarmannahelgina

Mikki og melrakkarnir. Mynd: Ágúst Atlason
Mikki og melrakkarnir. Mynd: Ágúst Atlason
« 1 af 3 »
Það er auðvitað mikið í boði og margt um manninn víða um land um verslunarmannahelgina. Við í Melrakkasetrinu bjóðum upp á fjölskylduvæna dagskrá með hógværu sniði. Mælt er með heimsókn í setrið á leiðinni, hvort sem ekið er suður eða vestur - allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Opið frá 10 - 22 alla daga !

Viðburðir helgarinnar:
 • Einstök sýning um frumbyggja landsins og samskipti hans við manninn
 • Handverksmarkaður !
 • Hornstrandasúpa og nýbakað brauð !
 • Rebbakaka og bláberjapæja !
 • Vöfflurnar góðu !
 • Kaffi - ilmandi kaffi !
 • Kaldur öllari, hvítt og rautt...
 • Notaleg stemning
Fyrir unga fólkið:
 • Rebbakakó
 • Rebbavaffla
 • Brúðuleikhúsið Mikki og melrakkarnir
 • laugardag kl. 16.00 (50% systkinaafsláttur)
 • Andlitsmálning - allir vilja verða rebbar
 • Grímugerð
 • Listasmiðja, málum á steina
 • Tínum ber - æðisleg aðalbláber í nágrenninu
 • Litlir yrðlingar leika sér
 • Frítt í krakkabíó kl. 6 föstudag, laugardag, sunnudag og kannski mánudag ..
Síðan er alltaf gaman að leika sér í Raggagarði auðvitað

Fyrir þá sem vantar gistingu þá eru nokkrir staðir í boði:
Tjaldstæðið
Svanfjord guesthouse
Eggert Tour Guy
Blómsturvellir

 

Á sunnudag og mánudag má gera ráð fyrir að menn séu þreyttir og slæptir eftir átök í Mýrarbolta. Þá er tilvalið að kíkja við, fá sér eitthvað hressandi eða bara kaffi til að taka með í bílinn !!

 

- Farið varlega og skemmtið ykkur vel um helgina
Mikki og melrakkarnir

 

Vefumsjón