18.08.2010 - 18:56

Fín umfjöllun í Reykjavík Grapevine og Lonely Planet

Frosti, rebbinn okkar er alltaf glađur ađ fá gesti
Frosti, rebbinn okkar er alltaf glađur ađ fá gesti
Þrátt fyrir að komið sé framyfir miðjan ágúst og sumri næstum tekið að halla er enn ekkert lát á heimsóknum til okkar í Melrakkasetrið. Við höfum fengið um 1500 gesti inn á sýninguna í sumar og þá eru ekki talin með blessuð börnin sem fá auðvitað frítt inn og svo eru þeir sem koma aftur og aftur og fá sér kaffi og rebbaköku, þá teljum við ekki heldur.

Í nýjasta tölublaði Reykjavík Grapevine er nokkuð góð umfjöllun um Melrakkasetrið, þar stendur t.d.
 
"The cosy atmosphere, hot coffee and super friendly staff (not to mention all the foxy fox wisdom) makes this a must on any Westfjords road trip"

Hægt er að skoða greinina í heild sinni á heimasíðu tímaritsins hér

Í nýútkominni íslandsbók úr Lonely Planet seríunni er einnig nokkuð góð umfjöllun um Melrakkasetrið, á bls. 190 segir:

"...it is definitely worth stopping by to visit the brand new Arctic Fox Center ..." og við fáum einnig nokkuð ítarlega umfjöllun þar, ásamt Raggagarði, Ömmu Habbý og Heydal.

Við minnum á að enn er opið alla daga frá 10-22 og að hér er vel tekið á móti gestum - verið velkomin 
Vefumsjón