28.02.2011 - 10:07

Fćrandi hendi

Ester tekur viđ framlagi Borea, frá Sigurđi og Rúnari Óla
Ester tekur viđ framlagi Borea, frá Sigurđi og Rúnari Óla
« 1 af 2 »
Góðir gestir komu á fund stjórnar Melrakkaseturs Íslands á dögunum, þeir Sigurður Jónsson og Rúnar Óli Karlsson hjá Borea Adventures. Þeir afhentu formlega styrk frá fyrirtæki sínu til Melrakkasetursins, í gegnum 1% For The Planet en þeir hafa heitið því að ánefna setrinu 1% af ársveltu fyrirtækis síns. Stjórnarmenn þökkuðu kærlega fyrir stuðninginn og þóttu þeir Borea menn sýna afar mikla velvild með því að velja að styrkja Melrakkasetrið með þessum hætti. Hvaða fyrirtæki sem er, í hópi þeirra fjölmörgu sem eru á lista 1%, getur ákveðið að styrkja Melrakkasetrið en ferlið til að hljóta samþykki 1% er flóknara fyrir þiggjendur en gefendur af augljósum ástæðum. Borea Adventures er, ásamt Melrakkasetrinu fyrsta íslenska fyrirtækið sem fer á lista 1% For The Planet og geta valið úr um þrjú þúsund verkefnum af lista til að styrkja með 1% af ársveltu sinni. Við erum því afar þakklát þeim Borea mönnum fyrir framlag þeirra til okkar verkefnis.


Vefumsjón