31.01.2012 - 16:19

Enn a breyta og bta

inni  Kofrastofu - sfinn hennar Sllu er mesta prin og veri er a kanna uppruna hans ...
inni Kofrastofu - sfinn hennar Sllu er mesta prin og veri er a kanna uppruna hans ...
Eins og flestir vita þá hefur staðið yfir endurbótatímabil í Eyrardalnum undanfarið. Þegar við opnuðum í júní 2010 var loftið að mestu óklárað og veggir aðeins grunnaðir. Í nóvember var hafist handa við að klæða loftið með panel og ganga frá í kringum glugga. Nú er því lokið og er verið að mála húsnæðið bæði uppi og niðri (þ.e. loft, eldhús og kaffihús). Kofrastofan og sýningarsalurinn eru enn með sama sniði en þegar farið verður í þrif og frágang munum við setja inn nokkrar nýjungar á sýninguna. Tafir hafa orðið á verkinu en gert er ráð fyrir að við opnum um páskana með sérstakri dagskrá og glænýju gamaldags útliti á kaffihúsinu og á loftinu.

Við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki getað tekið á móti gestum í vetur en hlökkum jafnframt til þess að sjá ykkur aftur.
Vefumsjn