06.06.2010 - 17:22

Dugnađur á laugardegi

« 1 af 3 »
Á laugardaginn mætti fjöldi manns til að hjálpa til við uppsetningu sýningar og kaffihúss en eins og allir vita mun Melrakkasetrið opna næsta laugardag, 12. júní kl. 12.
Ókeypis aðgangur er að sýningunni alla opnunarhelgina og kaffihúsið er opið til kl. 22 alla daga og sýningin 10-18.
Leikritið Melrakki verður frumsýnt miðvikudaginn 16. júní kl. 20 en það verður svo sýnt alla fimmtudaga kl. 20 - þá daga verður sýningin líka opin lengur. Hægt er að panta miða á sýninguna hjá Kómedíuleikhúsinu í síma 891-7025 og á Melrakkasetrinu í síma 456-4922. Miðaverð er 1.500 kr.
Að þessu sinni var það stjórnin sem kom og skrúfaði saman kaffihúsa-húsgögnin og annað sem þurfti að setja saman eftir að hafa komið til okkar í flötum pökkum. Þetta voru þau Dagbjört, Guðjón, Barði, Oddný, Ómar, Elías, Oddur, Böðvar, Peta, Fífa, Fanney, Fjóla, Hjörleifur og Þórir sem komu saman og skrúfuðu saman stóla og borð. Við þökkum þeim fyrir hjálpina enda munaði virkilega um þetta framtak sem unnið var í sjálfboðavinnu.
Verkið tók rúma 3 tíma og var unnið úti á pallinum þar sem í framtíðinni verður hægt að sitja með bollann sinn eða ískaldan drykk og sleikja sólina. Þar sem í Álftafirði ríkir einmuna veðurblíða mætti kannski benda framtíðargestum setursins á að muna eftir sólarvörninni þegar sest er á pallinn til að njóta góða veðursins.
Vefumsjón