23.04.2010 - 18:38

Dagur umhverfisins, sunnudaginn 25. apríl

Árið 2010 er ár líffræðilegrar fjölbreytni samkvæmt ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna og ákvað Umhverfisráðuneytið að tileinka dag umhverfisins í ár þessum málaflokki.

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn.

Melrakkasetrið er því miður ekki með neina dagskrá í tilefni dagsins en bendir á eftirfarandi:
Náttúrustofa Vestfjarða býður öllum til fjöruferðar í Ósvör sunnudaginn 25. apríl.
Þar gefst tækifæri fyrir alla, unga sem aldna, til að finna sérfræðinga Náttúrustofunnar í fjöru og fræðast um margbreytileika fjörulífs og skoða fugla. Sjá vef Náttúrustofunnar: www.nave.is

Fjöruferðin hefst kl. 11:00 og stefnt er að því að ljúka henni kl. 12:00
Sjóminjasafnið í Ósvör verður opið eftir fjöruferðina og er aðgangur ókeypis.

Einnig bendum við á dagskrá í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, laugardaginn 24. apríl kl. 10.30 til 15.00 og kallast:
Líf á eldfjallaeyju
- sjá nánar á vef HÍ: http://www.hi.is/vidburdir/lif_a_eldfjallaeyju_dagskra_fyrir_alla_fjolskylduna 

 
Vefumsjón