22.08.2012 - 17:03

Bláberjadagar í Súđavík

« 1 af 4 »
Sumarið hefur aldeilis verið viðburðarríkt og fjölmennt í Melrakkasetrinu. Nú er opið alla daga frá kl. 10 - 18 og lengur þegar við gerum okkur dagamun. Fylgist með dagskránni á síðunni og á Facebook / Twitter.

Framundan er uppskeruhátíð okkar í Súðavík: Bláberjadagar sem fara fram næstu helgi. Nánar um hátíðan á vefsíðunni bláberjadagar.com. Hér er dagskráin í Melrakkasetri fyrir næstu daga:

• FIMMTUDAGUR 23. ágúst kl. 21.00
Upphitun fyrir Bláberjadaga: Við bjóðum frábærum tónlistarmönnum á loftið, þeim Benjamín og Sóley. Á efnisskrá eru lög af plötunni Over, frumsamin tónlist og einnig nokkur tökulög eftir þekkt tónskáld á borð við Leonard Cohen, Amy Winehouse og fleiri. Þetta eru tónleikar sem enginn ætti að missa af og að sjálfsögðu skemmir það ekki að geta fengið sér einn, tvo, kannski þrjá kalda eða bara rautt eða hvítt :) Aðgangseyrir er aðeins 500 kr, - sem er gjöf en ekki gjald


• FÖSTUDAGUR 24. ágúst, opnum kl. 10.00
Mæta í Melrakkasetrið, fá upplýsingar um dagskrá og kort af góðum berjastöðum.  Allir í berjamó
....

20.00 - Bláberjatónleikar (sjá hljómsveitir hér). Byrjum í Melrakkasetri kl. átta: bláberja-mohito, bláberjakokteill ..
Fáum far með Bláberjalestinni milli staða. Melrakkasetrið er opið til miðnættis, Amma Habbý og Jón Indíafari hafa opið til 03.

• LAUGARDAGUR 25. ágúst, opnum kl. 10.00
10.00 - 12.30 Bláberjahlaupið 21,1km, 10km og 3km - mæting við Samkomuhúsið
10.00 - 13.00 Uppskriftakeppni, komið með rétti í Melrakkasetrið milli kl. 10 og 13
12.30 - 16.00 Flóamarkaður, handverk og listmunir í Samkomuhúsi
13.30 - 14.30 Bláberjapæju-átkeppni í Melrakkasetri.
14.30 - Leikir á fótboltavelli, risarennibraut og fleira.
13.00 - 16.30 Andlitsmálun í Melrakkasetri. Fyllukeppni og keppni um stærsta aðalbláberið.
18.30 - 20.00 Sameiginlegt hlaðborð í Raggagarði og verðlaunaafhending. Allir koma með sína eigin rétti og leggja fram á borðið.
21.00 - 22.30 Varðeldur og brekkusöngur.
23.30 - 03.00 Dansleikur í Samkomuhúsinu.

• SUNNUDAGUR 26. Ágúst, opið 10.00 - 18.00
10.00 Gengið á Kofra
12.00 - 15.00 Bláberjapönnsur í Melrakkasetri, frítt á meðan birgðir endast Allir í berjamó
12.30 - 16.00 Flóamarkaður, handverk og listmunir
15.00 Bláberjamessa að Eyri í Seyðisfirði - má vera berjablár
Vefumsjón