20.11.2013 - 14:11

Besta jólasmákakan

« 1 af 4 »


Skilafrestur hefur verið framlengdur til kl. 13:00 á sunnudag,

1. desember.

 

Melrakkasetrið í Súðavík efnir til samkeppni um bestu jólasmákökuna. Öllum er heimil þátttaka og er fyrirkomulag keppninnar einfalt:

  • Þátttakendur baka og skila inn til Melrakkasetursins að minnsta kosti 30 smákökum af sömu tegund. Kökunum er skilað           undir dulnefni en í lokuðu umslagi, sem fylgir með og er merkt dulnefninu, skal vera nafn þess aðila sem sendir inn kökurnar     (bakaði þær) og kökuuppskriftin.
  • Skila skal kökunum til Melrakkasetursins í Eyrardal fyrir klukkan 17:00 föstudaginn 29. nóvember 13:00 sunndudaginn 1. desember
  • Dómnefnd keppninnar verða gestir Melrakkasetursins, sem koma eftir kl. 14:00 sunnudaginn 1.desember. Ef fleiri en 30         gestir vilja taka þátt í valinu verða það 30 fyrstu gestirnir sem fá að velja bestu kökuna.


Melrakkasetrið áskilur sér rétt til að baka verðlaunakökuna (í samráði við vinningshafa) og hafa á boðstólnum í Melrakkasetrinu á aðventunni. Einnig áskilur Melrakkasetrið sér rétt til að útbúa uppskriftabók á heimasíðu eða fésbókarsíðu þess með uppskriftunum sem berast í keppnina.


Vegleg bókaverðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu kökurnar.

 

Hvetjum fólk til að taka þátt í skemmtilegum leik með okkur á Melrakkasetrinu. Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk Melrakkasetursins í síma 456 4922 eða netfanginu melrakki@melrakki.is

Á atburðadagatalinu hér til hægri á síðunni er nú hægt að sjá
sunnudagsdagskrá Melrakkasetursins á aðventunniVefumsjón