01.10.2013 - 15:29

Beggi Blind og Elva Dögg Upstandi

Beggi Blindi
Beggi Blindi
« 1 af 2 »


Föstudaginn
4. október verður mikið Uppistand í Melrakkasetrinu í Súðavík. Þar munu koma fram Uppistandararnir Bergvin Oddson „Beggi blindi“ og Elva Dögg Gunnarsdóttir.Uppistandið hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er kr. 1.000.-

Húsið opnar kl. 20:00 og því góður tími fyrir a.m.k. einn kaldann


Beggi Blindi á að baki langan uppistandsferil frá því hann sigraði Fyndnasta mann MH 2004 og hefur komið fram yfir 200 sinnum og um allt landið. Húmorinn hans gefur svarta sýn á tilveruna, enda er hann blindur eins og nafnið gefur til kynna.

Elva Dögg Gunnarsdóttir greip fljótt mikla athygli í bransanum eftir að hún byrjaði að grínast í fyrra. Hún er eini uppistandarinn á Íslandi með Tourette heilkenni og er frábærlega blátt áfram og frumlegur grínisti, en flestir ættu að muna eftir henni úr heimildarmyndinni "Snúið líf Elvu" sem sýnd var á RÚV.


Vefumsjón