06.07.2010 - 17:19

Bangsi litli

Þessi litli bangsi varð eftir hér á setrinu í síðustu viku. Okkur þykir líklegt að hans sé sárt saknað af eiganda sínum.
Við viljum endilega koma honum til skila og látum því mynd fylgja með ef einhver skyldi kannast við þann stutta.
Bangsinn er í góðum höndum en auðvitað saknar hann eiganda síns. Endilega komið við og sækið hann eða hringið í síma 456 4922 og við getum komið honum í póst til rétta eigandans. 

Kveðja frá melrökkunum
Vefumsjón