06.01.2012 - 12:16

Bakhjarlar Melrakkaseturs - í minningu

Páll og lćđan Lovísa í Hćlavík 1998. Mynd: ERU / NAVE
Páll og lćđan Lovísa í Hćlavík 1998. Mynd: ERU / NAVE
« 1 af 2 »
Tveir mikilvægir bakhjarlar Melrakkaseturs féllu frá á seinnihluta síðasta árs, með aðeins mánaðar millibili, þau Páll Hersteinsson (f. 22.3. 1951, d. 13.10. 2011) og Kristjana Guðný Samúelsdóttir, hún Jana okkar Sam (f. 12.5. 1918, d. 13.11. 2011).

Eins og fram hefur komið hér á síðunni ánafnaði Jana setrinu dágóðri upphæð sumarið 2010, eftir að hafa komið í heimsókn og heillast að því hvað húsið var orðið fallegt og hvað verkefnið sem það hýsir, Melrakkasetrið, var sniðugt að hennar mati.

Eftir andlát Jönu Sam hefur Melrakkasetrinu borist fjárstuðningur, frá ættingjum og vinum - til minningar um þessa merku konu, inn á Jönusjóðinn. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og viss um að Jana er ánægð með að aðrir skyldu halda áfram að styðja við það sem henni þótti mikilvægt.

Páll Hersteinsson var hugmyndasmiður og verndari Melrakkasetursins. Hann var virtur og afkastamikill fræðimaður, bæði á íslenskri og erlendri grund. Rannsóknir hans á tófunni, sem hófust  á 8. áratug sl. aldar, stóðu yfir í rúm 32 ár og hafa leitt í ljós mikilvægar upplýsingar um líffræði og stofnvistfræði tegundarinnar á Íslandi og erlendis.

Kollegar Páls og vinir í norður Noregi söfnuðu dágóðri upphæð til minningar um Pál og hafa ánafnað Melrakkasetrinu. Við erum stolt og þakklát fyrir framlagið og munum gera okkar besta til að halda uppi nafni og starfi Páls með rannsóknum á melrakkanum á Íslandi.

Fjárhæðin sem norsku vísindamennirnir söfnuðu hefur verið færð inn á sérstakan reikning sem stofnaður hefur verið í nafni Páls og verður opinn fyrir framlögum. Markmið sjóðsins verður að styðja við áframhaldandi rannsóknir á tófunni og efla alþjóðlegt samstarf á vettvangi tófurannsókna.

Þeim sem vilja leggja setrinu lið og heiðra í leiðinni minningu Páls eða Jönu, er bent á reikningsupplýsingar hér neðar á síðunni. Nánari upplýsingar um sjóðina er að finna á síðunni "styrktarsjóður".

Með kærum þökkum, fyrir hönd Melrakkaseturs Íslands

Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður
sími: 862 8219, netfang: melrakki[@]melrakki.is

Frekari upplýsingar.

MINNINGARSJÓÐUR "JÖNU SAM"

Reikningsnr. 0154-15-250394

Kennitala: 660907-1060


MINNINGASJÓÐUR PÁLS HERSTEINSSONAR

Reikningsnr:  0154-15-200526

Kennitala :  660907-1060

Vefumsjón