10.10.2010 - 16:22

Ársfundur The Wild North

« 1 af 3 »

Melrakkasetrið er þátttakandi í norrænu samstarfsverkefni sem kallað er The Wild North, eða Hið Villta Norður.
Wild North er alþjóðlegt samstarfsverkefni með samstarfsaðila á Íslandi, í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Ráðgjafi verkefnisins er Deborah Benham frá Dolphin Space Programme í Skotlandi. Verkefnisstjóri er Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Selasetri Íslands.

Helstu markmið þátttakenda verkefnisins eru að leggja sitt af mörkum við uppbygginu sjálfbærrar, náttúrulífsferðaþjónustu (e. Sustainable wildlife tourism) á Norðurslóðum, og treysta með því undirstöður greinarinnar, afkomu þeirra sem í henni vinna og notkun auðlindarinnar til langs tíma.
Þátttakendur verkefnisins eru ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ferðamennsku tengdri villtum dýrum, opinberir aðilar og ýmsar rannsóknastofnanir.

 

Melrakkasetrið er leiðtogi Vestfjarðarklasa verkefnisins, meðþátttakendur eru Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Vestfjörðum, Vesturferðir og Borea Adventures.

Árlegur fundur og námskeið verkefnisins voru haldin á norðanverðum Vestfjörðum dagana 11. - 15. október síðastliðinn.

 

Fundurinn hófst í Melrakkasetrinu í Súðavík á mánudeginum 11. okt. Í kjölfar fundarins verður haldið námskeið sem var öllum opið gegn vægu gjaldi.

 

Námskeiðið kallast Getting your Message Across - The role of interpretation in sustainable wildlife tourism. Kennari og umsjónarmaður er Dr. Deborah Benham en hún hefur mikla reynslu í þjálfun leiðsögumanna og þróun fyrirtækja í sjálfbærri ferðaþjónustu. Við mælum með þessu hagnýta námskeiði fyrir alla sem vilja koma vöru sinni á framfæri og byggja upp fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu. Námskeiðið verður haldið á Hótel Ísafirði og stendur frá kl. 9:00-17:00 á miðvikudag og fimmtudag.

 

Myndir af fundinum og gönguferð um súðavík er að finna hér á myndasíðunni

Vefumsjón