28.02.2013 - 15:49

Alţjóđleg vísindaráđstefna um melrakka

Melrakkasetur Íslands hefur umsjón með fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunni sem haldin er um melrakkann (e. arctic fox, lat. Vulpes lagopus). Ráðstefna þessi er haldin á fjögurra ára fresti og hefur aldrei áður farið fram á Íslandi.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Núpi í Dýrafirði dagana 11. - 13. október 2013.

 

Á ráðstefnunni verða kynntar rannsóknir á tegundinni af hálfu vísindamanna frá Alaska, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Svalbarða, Rússlandi, Svíþjóð, Íslandi, Finnlandi, Grænlandi, Danmörku og Þýskalandi. Rannsóknirnar eru á ýmsum sviðum líffræðinnar og einnig þverfaglegar. Fjallað er um stöðu tegundarinnar á einstökum svæðum og á heimsvísu. Þar sem heimkynni melrakkans, norður heimskautið, hefur sýnt sterka svörun við hlýnun jarðar eru rannsóknir á lífríki svæðanna afar brýnar. Ísland stendur vel að vígi með einn sterkasta stofn tegundarinnar í Evrópu sem hefur verið nokkuð lengi einangraður frá öðrum búsvæðum. Rannsóknir okkar á melrakkanum hafa sjaldan verið brýnni og mikilvægari til þekkingar og samanburðar. Meðal þátttakenda eru virtir fræðimenn sem hafa mikla þekkingu og sterka stöðu innan vísindastofnana í sínum heimalöndum. Má þar nefna Dr. Anders Angerbjörn frá Stokkhólmsháskóla, Dr. Nina Eide frá Norsk Naturforvaltning, Dr. Eva Fuglei frá Norwegian Polar Institute, Dr. Rolf A. Ims frá Háskólanum í Tromsø, Dr. Dominique Berteaux frá Qébec í Kanada og Dr. Nikita Ovsyanikov og Dr. Irina Menyushina í Moskvu en þau stunda rannsóknir á Wrangel eyju.

 

Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst nánar síðar hér á heimasíðunni: http://www.melrakki.is/arctic_fox_conference/

Vefumsjón