21.02.2009 - 21:12

Alþjóðleg Ráðstefna Melrakka

Eitt af húsunum í Vålådalen
Eitt af húsunum í Vålådalen
« 1 af 2 »

Alþjóðleg ráðstefna um líffræði melrakkans var haldin í Jämtland í Svíþjóð dagana 16. - 18. febrúar síðastliðinn. Þátttakendur voru vísindamenn og aðrir sem vinna við rannsóknir á melrökkum víðs vegar um norðursvæði jarðar. Undirbúningur og skipulag var í höndum Nina Eide hjá NINA (Norwegian Institute for Nature Research) og Anders Ångerbjörn og Karin Norén frá Háskólanum í Stokkhólmi og samtökunum SEFALO (The Swedish-Finnish-Norwegian Arctic Fox Project).
Haldnir voru fyrirlestrar innan helstu sviða líffræði og lífeðlisfræði, erfðafræði og tæknilegra rannsókna sem fara fram á eins ólíkum svæðum og Wrangel island, Bylot islands, Svalbard, Alutian islands, Mednyi islands, Scandinavia, Iceland, Finland, Greenland, Alaska, Canada....
Dagskránni var skipt í "sessjónir" á eftirfarandi hátt: community ecology (Chair: Rolf Ims ,Tromsø University), behavioural ecology (Chair: Pàll Hersteinsson, University of Iceland), physiology and diseases (Chair: Eva Fuglei, Norwegian Polar Institute), population genetics (Chair: Carles Vilà, Uppsala University) and managment (Chair: Bodil Elmhagen, Stockholm University). 
Mats og Karen hjá TAIGA nature & photos sáu um að mannskapurinn kæmist á staðinn og fengi hótel og matföng og hefði það sem best. Ráðstefnan sjálf var haldin á fjallahóteli í Vålådalen Nature Reserve en "Post-con" ferðin var uppi í Sylana fjalllendinu þar sem hluti melrakkarannsóknanna hjá SEFALO fara fram.
Við hjá Melrakkasetrinu erum afar ánægð með að hafa fengið að taka þátt í ráðstefnunni og hitta allt það fólk sem vinnur við rannsóknir á einkennisdýrinu okkar. Það er alveg magnað að sjá hvað tegundin hefur aðlagast að mismunandi búsvæðum og breytileika í umhverfinu með ólíkum hætti en halda áfram helstu einkennum sínum.
Við hlökkum til að fá meira efni frá þessum "tvífættu melrökkum" og kynnast helstu niðurstöðum rannsókna þeirra.

Vefumsjón