06.11.2009 - 11:13

Afmćlisráđstefna Líffrćđifélagsins

Melrakkasetrið tekur þátt í Afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins sem hefst í dag, 6. nóvember. Ráðstefnan er ein sú stærsta sem haldin hefur verið og fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar og málstofur í boði í þremur byggingum: Öskju-Náttúrufræðihúsi, Íslenskri Erfðagreiningu og Norræna Húsinu.
Framlag Melrakkasetursins er veggspjald með niðurstöðum rannsókna á áhrifum ferðamanna á atferli refa við greni á Hornströndum en verkefnið var unnið sumarið 2008 í samstarfi við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Bolungarvík.
Má segja að ráðstefnan sé einn stærsti vettvangur líffræðirannsókna á landinu í langan tíma og þar koma saman helstu fræðimenn greinarinnar sem starfa við margvísleg verkefni, víða um landið, auk nemenda og kennara við Háskóla Íslands og fleiri stofnanir.

Margar áhugaverðar málstofur verða haldnar á ráðstefnunni, meðal annars:

Á föstudeginum 6.11.

  • Málstofa um ferskvatnslíf kl. 10.20 - 13.00 í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar
  • Málstofa um plöntur kl. 10.20 - 13.00 í Norræna húsinu
  • Málstofa um spendýr kl. 13.40 - 16.20 í stofu 130 í Öskju
  • Málstofa um sjávarvistfræði kl. 13.20 - 16.40 í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar

Á laugardeginum 7.11.
  • Málstofa um fugla kl. 10.20 - 16.20 í stofu 130 í Öskju

Nánar um ráðstefnuna á heimasíðu
Vefumsjón