08.06.2012 - 18:18

Afmćli, refaferđir og listaloft

Myndina tók Ţórđur Sigurđsson
Myndina tók Ţórđur Sigurđsson
Sumaropnunin er nú í fullum gangi í Melrakkasetrinu og opið er frá kl.10-22 alla daga. Þriðji sumarstarfsmaður setursins, hún Ísabella, hefur nú líka bæst í hópinn og bíðum við bara eftir Fanney sem kemur til okkar síðar í mánuðinum.

*Afmæli*
Sunnudaginn 10. júní ætlum við í Melrakkasetrinu að halda upp á 2.ára afmælið okkar og þá verður mikið um að vera í setrinu. Við verðum með opið hús frá kl. 13-18 og verður eftirfarandi á boðstólnum:
  • Gamla bakaríið býður upp á afmælistertu
  • Ölgerðin býður upp á sumardrykkinn Mix
  • Kjörís býður upp á ís
  • The Cutaways spila lifandi tónlist á loftinu
  • Listasýning og handverk frá Art Vest
  • Andlitsmálun - allir verða rebbar
  • Búið til ykkar eigin nælu með Ninu
  • Mikki og melrakkarnir mæta á svæðið og æfa sig í framsögn

Einnig ætlum við að frumsýna nýjasta sýningargripinn okkar, sem er snoðdýr. Endilega kíkið og fagnið afmælinu með okkur :)

--

Lista og handverksmarkaður er opinn alla sunnudaga á loftinu og um að gera að koma og skoða vestfirskt handverk, gæða sér á gómsætum veitingum í rebbakaffi og taka hring á sýningunni okkar. Listasýning Maríu er einnig í kaffihúsinu og þar fást útrásarvíkingar og eiginkonur þeirra, skornar í tré..  
Hornstrandasúpan okkar vinsæla er nú á boðstólnum alla daga ásamt heimabökuðu brauði. Einnig bjóðum við nú upp á brauðkörfur. Melrakkatertan (með döðlum, möndlum, súkkulaði og jarðaberjarjóma) er gómsæt nýjung á matseðlinum okkar og bjóðum við upp á hana nokkra daga vikunnar í sumar.  

---

Gestirnir, það sem af er sumars, hafa komið frá ýmsum þjóðernum. Mjög algengt er að þeir hafi lesið um okkur í Lonely Planet og ákveðið að líta við. Nýlega var á ferð blaðamaður frá Rough Guides og munum við væntanlega fá umfjöllun í nýrri bók þeirra sem kemur út næsta vetur. Hjón frá Boston gerðu sér lítið fyrir og keyptu hlutafé í sýningunni og Daníel Bergmann keypti sér stól. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti en enn eru nokkrir ógreiddir stólar sem seldir verða gestum svo best er að ganga frá greiðslu sem fyrst. Upplýsingar um hvernig það er best gert eru hér á síðunni.

---

Nokkuð hefur verið spurt um ferðir til að skoða refi og eru þær bókaðar hjá Vesturferðum. Borea Adventures áætlar einnig eina ferð sem helguð er leitinni að tófunni.

--

Fyrstu sjálfboðaliðar sumarsins eru farnir að dúkka upp og er sá fyrsti farinn að bera grjót og laga til á lóðinni. Hann heitir Ahmir og er frá Ísrael. Ahmir er líka liðtækur smiður og græjukall og mun setja saman borð og skápa fyrir kaffihúsið ásamt því að fylgjast með refum.

--

Farið verður í Hornvík til að fylgjast með refum og ferðamönnum þann 14. júní - með Bjarnarnesinu þeirra í Borea Adventures. Verður áhugavert að sjá hvaða refir búa hvar og hvernig okkur tekst að semja við þá í ferðaþjónustuverkefnum sumarsins.

Von er á tökuliði frá Háskóla Íslands í lok júní og munu þeir fylgjast með rannsóknunum á Hornströndum.

---

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf verður haldinn laugardaginn 9.júní kl. 14.00. Hefur hluthöfum verið tilkynnt um fundinn með pósti.

--

Semsé - mikið að gerast í Melrakkasetri
sjáumst í sumar - verið velkomin
Vefumsjón