07.06.2011 - 11:34

Afmćli í Melrakkasetri annan í Hvítasunnu

Viđ opnun Melrakkaseturs 12. júní 2010. Mynd: Ţórđur Sigurđsson
Viđ opnun Melrakkaseturs 12. júní 2010. Mynd: Ţórđur Sigurđsson
Annan í hvítasunnu, mánudaginn 13. júní, kl. 1-5 ætlum við að fagna því að eitt ár er liðið frá opnun Melrakkaseturs Íslands í Eyrardal, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

Þennan dag verður opið hús í Melrakkasetrinu og frítt inn á sýninguna. Við bjóðum gestum upp á kaffi og afmælisköku og svo býður Ölgerðin upp á mix, sem er sumardrykkurinn okkar í ár.

Einnig verða frumsýndar þrjár heimildarmyndir sem Melrakkasetrið aðstoðaði við tökur á í Friðlandi Hornstranda. Framleiðendur eru frá Frakklandi og Þýskalandi og voru myndirnar sýndar í sjónvarpinu í þessum löndum á síðasta ári.

Afmælishátíðin stendur frá eitt og klukkan fimm stíga Eggert og Michelle á stokk og spila og syngja fyrir okkur í tilefni dagsins.

Hlökkum til að sjá þig

-          Melrakkarnir

Vefumsjón