07.06.2013 - 10:01

Afmli Melrakkaseturs 9. jn !!

Fr opnun  jn 2010: rur Sig
Fr opnun jn 2010: rur Sig
« 1 af 3 »
Við fögnum þriggja ára afmæli og nýjum starfsmönnum, framkvæmum á lóð og nágrenni og förum í sögulegan leiðangur .. 

Sumaropnunin er nú í fullum gangi í Melrakkasetrinu og opið er frá kl. 9-22 alla daga. Sú nýbreytni var tekin upp í vor að bjóða upp á morgunverðarhlaðborð og mælum við sérstaklega með því fyrir svanga morgungesti. Nú er búið að manna stöður sumarstarsmanna setursins en hjá okkur starfa núna þau Genka Yordanova, Jónas Gunnlaugsson, Rúna Esradóttir, Snorri Sigbjörn Jónsson, Þórir Garibaldi Halldórsson. Við erum afar sæl með þetta nýja fólk enda fylgja þeim nýjir straumar og stefnur sem verða sérstaklega áberandi í Rebbakaffi í sumar...

þér er boðið í Afmæli !

Sunnudaginn 9. júní ætlum við í Melrakkasetrinu að halda upp á 3ja ára afmælið okkar
og þá verður mikið um að vera í setrinu. Við verðum með opið hús frá kl. 13-17 og verður eftirfarandi á boðstólnum:

  • Gamla bakaríið býður upp á afmælistertu (Árni er að æfa sig að teikna súkkulaðirebba á kökuna)
  • Ölgerðin býður upp á sumardrykkinn Mix
  • Ungir og eldri tónllistarmenn spila lifandi tónlist
  • Kvikmyndin One Scene verður sýnd á loftinu
  • Andlitsmálun - allir verða rebbar
  • Hoppukastali handa yngri kynslóðinni 
  • Við munum prufa nýja pallinn okkar

Verið er að byggja fallega bogabrú við ána, farið varlega ef þið viljið skoða, nú eru miklar leysingar.
Svo er verið að endurbæta refagirðingu og eldstæði verður byggt upp við enda pallsins okkar. Framkvæmdir á lóð og bílaplani eru í gangi og verður afar glæsilegt um að litast í Eyrardal á næstunni.

Á þriðjudag kemur fjölskylda Páls heitins Hersteinssonar og mun fara með okkur í Hlöðuvík til að halda upp á 15 ára rannsóknarafmæli refanna á Hornströndum. Okkur hlakkar mikið til að fara þangað og rifja upp gamla tíma með rebbunum og ýmsar uppákomur. Sagt er frá þessum rannsóknum í bók Páls „Refirnir á Hornströndum" sem fæst í Melrakkasetrinu á sanngjörnu verði.

Sjálfboðaliðar eru mættir á svæðið en Eric Maes frá Belgíu hefur dvalið einna lengst. Chloe Natar frá Sviss er komin og verður hjá okkur í allt sumar, hún tekur hluta af náminu sínu hér hjá okkur í svokölluðu Intern prógrammi. Fiona Stoddart frá Skotlandi kom til að stúdera hagamýs með Ester en hún er auðvitað komin á kaf í refina eins og hinir. Julien Joly frá Frakklandi er blaðamaður og áhugamaður um Melrakkasetur. Öll eru þau á leið í Hornvíkina með Ester að fylgjast með refum og ferðamönnum. Svo koma fleiri bráðum til að hjálpa til í setrinu og fara í næstu ferðir sumarsins.

Nokkuð hefur verið spurt um ferðir til að skoða refi og eru þær bókaðar hjá Vesturferðum og Borea Adventures.

Semsé - mikið að gerast í Melrakkasetri
sjáumst í sumar - verið velkomin

Vefumsjn