22.11.2010 - 13:35

Ađventustemning í "jólahúsinu" í Eyrardal !

Melrakkasetrið í Eyrardal breytist í sannkallað jólahús á aðventunni.

Þetta fallega gamla hús á svo sannarlega ekki að fara í jólaköttinn og verður skreytt og lýst upp í skammdeginu, okkur öllum til yndis og ánægju.

Alla sunnudaga í aðventunni verður húsið opið milli 14 og 18 - þá geta menn og konur fengið að selja ýmsan varning uppi á lofti þar sem verður jólamarkaður. Kannski finnur þú jólagjöfina í ár hjá okkur? sjá t.d. http://melrakki.is/rebbakaffi/minjagripir/

Við spilum jólalögin og fáum okkur kaffi, heitt súkkulaði, jólaöl og ýmislegt góðgæti, spjöllum saman og njótum samverunnar. Tónlistarfólk er sérstaklega boðið velkomið og um að gera að syngja og tralla fyrir gesti og gangandi. Eins væri gaman að fá einhvern til að lesa upp úr nýjum bókum. Gerum bara það sem okkur langar til og finnst eiga við á þessum tíma.

Jólastemningin verður í Eyrardalnum, verið velkomin J

Fyrir þá sem eiga allt, þá er einnig hægt að kaupa hlutafé í Melrakkasetrinu fyrir kr. 10.000,- hlutinn og gefa vinum og vandamönnum í jólagjöf !! - hægt er að skrá sig fyrir hlut á staðnum, í síma 456-4922 eða með því að senda tölvupóst til melrakki@melrakki.is

 

Vefumsjón