12.12.2013 - 12:49

Ađventudagskrá í Melrakkasetrinu sunnudaginn 15. desember

Midge ađ fletja út marsípaniđ og fá ráđ frá ömmu á sama tíma
Midge ađ fletja út marsípaniđ og fá ráđ frá ömmu á sama tíma
« 1 af 2 »

Nú er komið að þriðja og síðasta aðventusunnudeginum sem Melrakkasetrið býður upp á fjölbreytta dagskrá. Hvetjum Súðvíkinga til að kíkja til okkar og nærsveitunga þeirra að fá sér bíltúr inn í Súðavík, versla á markaðnum, hlusta á upplestur, fá sér kaffi og meðlæti og eiga notalega stund með okkur í Melrakkasetrinu. Meðlætið þennan sunnudaginn verður meðal annars ekta ensk jólakaka sem Midge, Englendingur sem starfar hjá Melrakkasetrinu, hefur bakað eftir uppskrift og leiðsögn frá Ömmu sinni og með kökunni verður að sjálfsögðu boðið upp á sérrí.
Elvar Logi les úr nýútkomnum bókum og Þröstur Jóhannesson kynnir og les úr bók sinni Saga af Jóa. Á undan og eftir bókaupplestrinum flytur Þorsteinn Haukur ljúfa tónlist. 
Í lok dags verður síðan kveiktur varðeldur þar sem hægt verður að fá jólaglögg og heitt kakó.
                                                                                                     Sjáumst í jólaskapi
                                                                                                     Rebbarnir í Eyrardal


Dagskrá sunnudagsins 15. desember

 

Kl. 11:30 – 13:00      Barnabókastund

 

Rúna Esradóttir les úr nýjum barnabókum og syngur nokkur jólalög með krökkunum.

 

 

Kl. 13:00 – 17:00

 

Bókaupplestur og tónlist

Um kaffileitið (kl. 15:00) verður lesið úr nýjum bókum og flutt tónlist.

  • Elvar Logi les úr völdum jólabókum að sinni alkunnu snilld.
  • Þröstur Jóhannesson les úr bók sinni Sagan af Jóa.
  • Þorsteinn Haukur Þorsteinsson flytur ljúfa tónlist á undan og eftir upplestrunum.

 

Kaffihúsið

  • Á kaffihúsinu verður þennan sunnudaginn boðið upp á enska jólaköku og sérrí.
  • Einnig verður besta jólasmákakan og súkkulaðivöfflur ásamt rjúkandi jólakaffi, ilmandi jólatei og heitu kakói á boðstólnum.
  • Jólaglögg og heimabakaðar piparkökur með gráðosti og hunangslegnum valhnetum verða að sjálfsögðu einnig í boði.


Loftið

Handverks- og nytjamarkaður á loftinu. Öllum velkomið að koma og selja, jafnt eigin framleiðslu sem annarra.

 

Safnið

Safnið verður opið milli 13:00 og 15:00 fyrir þá sem vilja nýta það til að taka skemmtilegar jólakortamyndir.

 

Varðeldur og kakó

Eftir bókaupplesturinn (um kl. 16:00) verður kveiktur varðeldur fyrir utan Melrakkasetrið og boðið upp á  heitt kakó og jólaglögg.


Vefumsjón