23.09.2014 - 20:36

Ađalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf.

« 1 af 3 »

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. var haldinn hinn 4. september s.l. í Melrakkasetrinu í Eyrardal. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar, sem er hægt að nálgast hér, og ársreikningar félagsins fyrir árið 2013.  Einnig voru samþykkar nokkrar breytingar á samþykktum félagsins og kosin var ný stjórn fyrir félagið.  Hana skipa Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður, Steinn Ingi Kjartansson, ritari, og meðstjórnendurnir Dagbjört Hjaltadóttir, Dagný Arnarsdóttir og Jón Páll Hreinsson. Varamaður í stjórn er Barði Ingibjartsson. Úr stjórn gengu Böðvar Þórisson, Elías Oddsson og Ómar Már Jónsson, var þeim þökkuð vel unnin störf fyrir Melrakkasetrið á undanförnum árum. Líflegar umræður urðu að venju undir liðnum önnur mál. 

Vefumsjón