11.05.2011 - 11:06

Ađalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf 2011

Laugardaginn 7. maí sl. var haldinn fyrsti aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf eftir að félagið flutti í gamla Eyrardalsbæinn. Fundurinn fór fram samkvæmt auglýstri dagskrá og voru bornar fram veitingar frá Raggagarði að honum loknum. Ársskýsla um starfið 2010 sem er jafnframt fyrsta opnunarárið í Eyrardal var lögð fram og samþykkt einróma. Hægt er að nálgast skýrsluna á pdf formi hér á síðunni en hlutafélagar hafa fengið ársskýrsluna senda í tölvupósti.

Niðurstöður kosninga til stjórnar voru þær að allir stjórnarmenn voru einróma endurkjörnir: Barði Ingibjartsson, Böðvar Þórisson, Dagbjört Hjaltadóttir, Ester Rut Unnsteinsdóttir og Ómar Már Jónsson og til vara: Elías Oddsson. Hlutafélagar eru nú orðnir 58 talsins og enn er eftir eitthvað af viðbótarhlutafé til sölu.

Í umræðum undir liðnum Önnur mál kom fram að Melrakkasetrið mætti verða sýnilegra á rannsóknarvettvanginum. Þetta er rétt en mikil vinna fór í undirbúning og uppsetningu sýningarinnar á sl. ári en rannsóknargögnum var safnað til úrvinnslu síðar.  Framundan er alþjóðleg ráðstefna sem Melrakkasetrið tekur þátt í með tvö erindi. Fyrirhugað er að vinna úr rannsóknargögnum sem hafa safnast á undanförnum árum, í samstarfi við Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða.

Fundarstjórn var í höndum Steins Kjartanssonar og fundarritari var Albertína Elíasdóttir og eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir framlag þeirra.

Vefumsjón