08.03.2009 - 09:14

Ađalfundur 7. mars

« 1 af 2 »
Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands var haldinn í Álftaveri í Súðavík, laugardaginn 7. mars kl. 14.00 og mættu 12 manns úr hópi hluthafa.
Dagskrá fundarins var samkvæmt samþykktum félagsins en helstu dagkrárliðir voru skýrsla stjórnar, reikningar og stjórnarkjör. Þorleifur Ágústsson gaf ekki kost á sér til stjórnarsetu áfram en í hans stað var kjörinn Böðvar Þórisson, Bolungarvík og Elías Oddson, Ísafirði, til vara.
Við þökkum Þorleifi fyrir samstarfið fyrsta starfsárið en hann mun nú snúa sér að uppbyggingu fyrirtækisins Murr í Súðavík. 
Ársskýrsla stjórnar fyrir starfsárin 2007 og 2008 var lögð fram og samþykkt á fundinum ásamt reikningum félagsins.
Skýrslan er birt í heild sinni hér á síðunni hjá "Um Melrakkasetur". Undir liðnum "önnur mál" var rætt um stöðu uppbyggingar í Eyrardal og styrkjamöguleika félagsins næsta starfsár.


Vefumsjón